Nemendur í eðlisfræðivali heimsækja HR

Valhópur í eðlisfræði í Kvennó fór í fjórða skipti í heimsókn í eðlisfræðideild HR.  Hópurinn fékk að framkvæma tilraun undir leiðsögn Andrei Manolescu próferssors í eðlisfræði við HR.  Í tilrauninni voru mældar harmónískar sveiflur sem voru dempaðar með hjálp segulsviðs.  Í lokin sýndi Andrei okkur ofurleiðara á svifbraut.

Á síðustu myndinni er Andrei að sýna ofurleiðara sem fljóta vegna straums sem spanast í þeim og mynda segulsvið.