Styrktartónleikar Kórs Kvennaskólans 2. nóvember

JÁ! Þá er komið að fyrstu og stærstu tónleikum Kórs Kvennaskólans!!
Kór Kvennaskólans, Góðgerðarnefnd og Tónlistarnefnd hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja þessa tónleika sem verða haldnir í Uppsölum, Þingholtsstræti 37, fimmtudaginn 2. nóvember kl.20. Tónleikarnir eru til styrktar BUGL og rennur allur ágóði til þeirra. 
Meðal flytjanda eru:
Kór Kvennaskólans
Sprite Zero Klan
Nína Margrét - sigurvergari Rymju 2017
Skólahljómsveit Kvennó
ATH: það verður engin posi, tökum bara við seðlum :)