Epladagurinn 16. nóvember

Á morgun 16. nóvember verður epladagurinn í Kvennaskólanum.  Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í skólanum síðan 1921. Á þeim tíma fengust ekki epli á Íslandi nema fyrir jólin og fengu nemendur þau þann dag sem nemendur fluttu skemmtiatriði og sungu fyrir kennara og námsmeyjar. 

Á epladaginn er kennt til kl.13:10 en þá hefst  skemmtidagskrá í Uppsölum.  Þar fer fram rauðkukeppni þ.e. keppni um hver er rauðklæddastur, eplalagakeppni og eplamyndin verður sýnd.  Sú hefð hefur komist á að nemendur bjóða umsjónarkennurum sínum út að borða fyrir eplaballið um kvöldið sem er einn stærsti viðburður ársins í skólanum. Að þessu sinni verður það haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Frí verður í fyrsta tíma á föstudaginn.

Meira um sögu epladagsins má finna hér  

Myndir frá epladögum fyrri ára