Styrktartónleikar fyrir BUGL

Nýlega stóðu kór Kvennaskólans og góðgerðanefnd fyrir styrktartónleikum til styrktar BUGL; barna- og unglingadeild geðdeildar Landspítalans. Ýmsir lögðu hönd á plóg, m.a. skólahljómsveitin, tækninefnd og tónlistarnefnd. Söfnuðust 100 þúsund krónur sem sendinefnd frá Kvennó afhenti deildastjórum á BUGL. 
Sjá frétt af heimasíðu Landspítala hér.