Flokkun í Kvennó

Undanfarnar tvær annir hefur öflugur hópur nemenda unnið að endurbótum á umhverfismálum skólans. Þessi hópur nemenda skipar umhverfisráð skólans og er markmiðið að flagga Grænfánanum nú í vor. Að frumkvæði nemenda í umhverfisráði var byrjað að flokka plast nú í haust og er búið að setja upp plastendurvinnslutunnur víða um skólann. Fræðsluskilti um flokkun hafa verið hengd upp fyrir ofan allar flokkunarstöðvar skólans og auk þess útbjuggu nemendur umhverfisráðsins fræðslumyndband sem stendur til að sýna í öllum bekkjum skólans. Af öðrum verkefnum sem umhverfisráð vinnur að má nefna uppsetningu á fræðsluvegg, minnkun á plastnotkun í samstarfi við starfsfólk mötuneytisins og að halda úti facebook-hóp um umhverfismál. Fræðslumyndbandið um flokkun má sjá hér að neðan og hvetjum við alla til að horfa á það.

Myndband um flokkun