Gettu betur

Nú er Gettu betur-keppnin hafin að nýju og fyrri umferð í útvarpi lokið. Lið Kvennaskólans þurfti ekki að taka þátt í fyrri umferð þar sem Kvennaskólinn vann í fyrra. Í annarri umferð keppti lið Kvennaskólans á móti Tækniskólanum mánudaginn 15. janúar í beinni útsendingu í útvarpi. Kvennó vann Tækniskólann og er því komið áfram í 8-liða úrslit sem fara fram í sjónvarpi. Í liði Kvennaskólans eru þau Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, Ragna Dúa Þórsdóttir og Sigurjón Ágústsson. Áfram Kvennó!