Rymja 2018

Söngkeppnin Rymja var haldin með glæsibrag laugardaginn 27. janúar, í Gamla bíói. 12 keppendur í 10 atriðum kepptu til sigurs. Úrslitin urðu þau að Nína Margrét Daðadóttir sigraði, annað árið í röð. Mun hún keppa fyrir hönd Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Í öðru sæti varð Bríet Edel Bjarkadóttir og í 3. sæti varð Halldóra Snorradóttir. Dómnefnd skipuðu Júlí Heiðar Halldórsson, Auður (Auðunn Lúthersson) og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.