Sjúk ást

„Sjúk ást“ er heiti á átaki sem Stígamót og Kvennó standa fyrir. Átakið hófst í hádeginu í dag, miðvikudaginn 7. febrúar, með blaðamannafundi í fyrirlestrarsal Kvennaskólans. Átakið er ætlað ungu fólki og felst í fræðslu um heilbrigð sambönd og baráttu gegn ofbeldi. Á fundinum var átakið kynnt og skrifuðu nemendur Kvennó fyrstir undir ákall til menntamálaráðherra um stórbætta kynfræðslu á öllum skólastigum. Átakið stendur fram yfir 14. febrúar (sem er Valentínusardagur) og verður hægt að fylgjast með á sjukast.is og instagram.com/sjuk.ast.