Heimsókn í Fablab

Miðvikudaginn 7. febrúar s.l. fóru nemendur í áfanganum Frumkvöðlafræði í heimsókn í Fablab sem staðsett er í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Fab Lab er stytting á enska heitinu ,,fabrication laboratory” og er stundum kölluð stafræn smiðja á íslensku. Markmið með smiðjunum er að hvetja einstaklinga og frumkvöðla til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Nemendur í frumkvöðlafræði eru að vinna verkefni sem þeir hyggjast fara með í keppnina Ungir frumkvöðlar síðar á vorönninni og kynntu sér hvaða möguleika þeir hefðu til að nýta tækni sem í boði er í Fablabinu. Á móti hópnum tók Þóra Óskarsdóttir verkefnastjóri sem sýndi hópnum m.a. notkun vínyl- og lazerskera.