Opið hús

Mánudaginn 12. mars var opið hús í Kvennaskólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra. Fjöldi manns notaði tækifærið og skoðaði húsakynni skólans, kynnti sér námsframboðið og fyrirkomulag námsins og síðast en ekki síst kynntu nemendur skólans blómlegt félagslífið.