Legallý Blonde

Fúría, leikfélag Kvennaskólans, er þessa dagana með frábæra sýningu í gangi í Iðnó; söngleikinn Legallý Blonde. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd og fjallar um stúlkuna Elle Woods sem, með hjálp vinkvenna sinna, breytir heldur betur leið sinni í lífinu eftir að kærastinn segir henni upp.

Þetta er afskaplega fjörug og vel heppnuð sýning með miklum söngsprettum og dansatriðum. Allir leikarar standa sig frábærlega en mest mæðir á Þórunni Birtu Sigurðardóttur sem leikur aðalhlutverkið. Agnes Wild er leikstjóri en hún þýddi jafnframt verkið ásamt Fúríu.

Enn eru nokkrar sýningar eftir og hægt að kaupa miða hér:  https://kedjan.is/midasala/