Kvennó vann MR

Lið Kvennaskólans hafði betur gegn MR í fyrri viðureign undankeppni Gettu betur í sjónvarpi RÚV með 38 stigum gegn 29. Þar með er ljóst að lið Kvennaskólans keppir í úrslitum í beinni útsendingu frá Háskólabíói föstudaginn 23. mars. Í liði Kvennaskólans eru Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, Ragna Dúa Þórsdóttir og Sigurjón Ágústsson. Áfram Kvennó!!!