Heimsókn á Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ í Öskju

Allir nemendur Kvennaskólans fara á útskriftarárinu sínu í áfangann Náms-og starfsval. Þar fá nemendur leiðsögn náms- og starfsráðgjafa til að undirbúa lífið eftir stúdentspróf. Nemendur taka m.a. áhugasviðspróf og styrkleikapróf til að efla sjálfsþekkingu sína. Þeir læra allt um hvernig maður ber sig að í atvinnuleit og fá fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og um fjármál. Þá fer líka mikill tími í að kynna sér nám að loknu stúdentsprófi, bæði háskólanám og iðn-/tækninám. 

Alla fimmtudaga er farið í heimsóknir og velja nemendur sér áherslur eftir áhugasviðum. Hér eru myndir úr heimsókninni þann 15. mars. Þá heimsóttum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ í Öskju.  Þetta er alltaf jafn gaman enda eru nemendur skólanum til sóma hvert sem við förum. :)
😊