Heimsókn í Hæstarétt

Nemendur í 3.FC. skelltu sér í vettvangsferð í afbrotafræði í vikunni og heimsóttu Hæstarétt Íslands. Þar fengu þau að kynnast sögu húsnæðisins og sögu réttarins. Undanfarin ár hafa nemendur í afbrotafræði heimsótt réttinn en þessi hópur var sá fyrsti til að heimsækja réttinn eftir að Landsréttur tók til starfa en það breytir töluvert starfsemi Hæstaréttar. Nemendur fengu að skoða dómsalina tvo, fundarherbergi dómara og skrifstofu forseta Hæstaréttar. Hver veit nema það leynist hæstaréttarlögmaður í hópnum.