Kvennó í úrslitum Gettu betur

Föstudaginn 23. mars verður úrslitaviðureign í Gettu betur þetta árið. Lið Kvennaskólans keppir þar við lið Fjölbrautarskólans í Garðabæ og verður keppnin haldin í Háskólabíói. Sýnt verður beint frá keppninni í sjónvarpi RÚV og hefst útsending kl.20:05. Búast má við spennandi og skemmtilegri úrslitakeppni þar sem bæði lið eru fyrnasterk. Í liði Kvennaskólans eru þau Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, Ragna Dúa Þórsdóttir og Sigurjón Ágústsson. Áfram Kvennó!!!