Peysufatadagurinn

Óhætt er að segja að peysufatadagurinn hafi heppnast vel að þessu sinni. Góð þátttaka var hjá nemendum 2. bekkjar og veðrið framar björtustu vonum. Hópurinn dansaði og söng á nokkrum stöðum, m.a. annars við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, í porti Miðbæjarskólans, á Droplaugarstöðum og Grund og á Ingólfstorgi.  Margrét Helga Hjartardóttir leiddi hópinn og Reynir Jónasson lék undir á harmonikku. Hér eru nokkrar myndir.