Dimisjón 4. maí 2018

Útskriftarnemar létu kulda og stöku él ekki á sig fá og dimmiteruðu með stæl í porti Miðbæjarskólans. Þeir mættu  í skólann í búningum ýmissa fígúra  og mátti meðal annars sjá rækjur, eðlur og strumpa.  Hver bekkur var með dansatriði og einn úr hverjum bekk flutti þakkarræðu til kennara og starfsfólks skólans og kennurum voru færð blóm í þakklætisskyni.

Myndir frá viðburðinum má sjá hér