Góður árangur í stuttmyndakeppni og Þýskuþraut

Félag þýskukennara stendur árlega fyrir stuttmyndakeppni og Þýskuþraut fyrir nemendur í þýsku í framhaldsskólum landsins. Í ár fengu tveir nemendur í Kvennaskólanum, Sunna Ósk Jónsdóttir og Freyja Friðþjófsdóttir, báðar í 2. NB, 3. verðlaun í stuttmyndakeppninni fyrir mynd sína Der Pferdeverleih (= Hestaleigan). Hér má finna slóð inn á myndina:
https://drive.google.com/file/d/1edwS_u603FJrgKh1TIPn0_p1u-e-NZsl/view 

Þýskuþraut er keppni í þýskukunnáttu framhaldsskólanema. Keppnin var nýlega haldin í 28. sinn og var þátttaka mjög góð í ár en tæplega 100 nemendur  spreyttu sig á þrautinniHjördís Birna Árnadóttir í 2. NC náði þeim góða árangri að lenda í 4. sæti.  

Sunna Ósk, Freyja og Hjördís Birna fengu allar viðurkenningarskjal og verðlaun frá Félagi þýskukennara og þýska sendiráðinu á Íslandi. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.