Upphaf haustannar

Skólasetning fyrir nýnema verður mánudaginn 20. ágúst kl. 9 í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Þar hitta nýnemar m.a. umsjónarkennarann sinn og bekkjarfélaga og mega reikna með að vera í skólanum til kl.12.

Kennsla hefst þriðjudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá. Hægt verður að skoða stundaskrár og bókalista í Innunni (www.inna.is) í síðasta lagi um miðjan ágúst.

Þriðjudaginn 28. ágúst verður kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema kl. 20 í Uppsölum, Þingholtstræti 37.