Komdu í kór!

Næsta mánudag 27/8 kl.15:30 og miðvikudag 29/8 kl.16:40 verða opnar æfingar í kór Kvennaskólans í N4. Við hvetjum alla nemendur til að koma á prufuæfingu. Ekkert inntökupróf fer fram og opna æfingin snýst um að kynnast kórstarfinu og prófa.

Dagskráin er mjög skemmtileg fyrir veturinn eins og sjá má á plakatinu hér að ofan.

Þátttaka í kórnum gefur 2 einingar á önn.

Ekki hika við að senda póst ef einhverjar spurningar vakna.

Kær kveðja,

Lilja Dögg, kórstýra.

liljadogg@gmail.com