Bókarkynning. Einu sinni var í austri/Xiaolu Guo

Höfundurinn Xiaolu segir frá uppvaxtarárum sínum í Kína á áttunda og níunda áratugnum og fram yfir aldamót. Foreldrar hennar létu hana frá sér sem kornabarn og var hún hjá bændahjónum fyrst í stað. Þau höfðu ekki nóg að borða fyrir hana svo hún var send til afa síns og ömmu sem bjuggu í fiskimannaþorpi í við Austur-Kínahaf.  Frá sjö ára aldri var hún hjá foreldrum sínum í iðnaðarborginni Wenling.  Uppvaxtarárin einkenndust af fátækt, ljótleika og ástleysi.

Afi og amma Xiaolu fæddust á tímum kínverska keisaradæmisins, foreldrar hennar voru hluti af menningarbyltingu Maós en sjálf vex hún upp við hið kapitalíska Kína sem við þekkjum í dag. Hún vildi ekki lifa við skert tjáningarfrelsi í Kína og fór til Bretlands. Í dag er Xiaolu Guo virtur rithöfundur og kvikmyndagerðarkona í Bretlandi.

Bókin er til útláns á bókasafni Kvennó.