Nýnemaferðir

Hinar árlegu nýnemaferðir Kvennaskólans voru farnar dagana 11. og 12. september. Fyrri daginn fóru fimm bekkir en fjórir bekkir hinn. Stjórn nemendafélagsins Keðjunnar hélt um stjórnartaumana auk þess sem nokkrir kennarar  og skólameistari voru til taks.

Dvalið við daglangt í mikilli veðurblíðu að Laugarvatni. Nemendur reyndu með sér í ýmsum þrautum og leikjum, farið var í heimsókn í menntaskóla staðarins, margir lauguðu sig í Fontana Spa og dagskránni lauk svo með pylsugrilli og kvöldvöku í íþróttahúsinu.