Njáluferð

Mánudaginn 1. október fóru 6 bekkir á 2. ári í ferð á Njáluslóðir. Farið var að Keldum, Gunnarssteini og Hlíðarenda og ýmsir atburðir sögunnar rifjaðir upp. Auk þess skoðuðu nemendur Gluggafoss. Einnig var staldrað við á Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem nemendur skoðuðu safnið og snæddu hádegisverð. Í ferðinni var skemmtileg keppni háð milli bekkja en nemendur áttu að setja myndir og myndskeið tengd sögunni inn á Facebook-viðburð sem búinn var til í tengslum við ferðina.