Stöðupróf í pólsku

Stöðupróf í pólsku var haldið í Kvennaskólanum þann 3. október. 58 nemendur skráðu sig í prófið og mættu allir. Nemendurnir voru úr 16 framhaldsskólum víðs vegar um landið, 11 tóku prófið í sínum heimaskóla í öðrum landshlutum en 47 tóku prófið í Kvennaskólanum. Hægt er að fá allt að 20 einingar í pólsku ef nemandinn lýkur öllu prófinu með fullnægjandi árangri.