Nemendur í fjallgöngu

Síðastliðinn laugardag gekk útivistarhópur Kvennaskólans (nemendur í áfanganum ÚTIV2ÚU05-Útivist og umhverfisskoðun) á Helgafell í Hafnarfirði ásamt Haraldi Gunnarssyni kennara sínum. Allir voru í góðum gír og skemmtu sér vel. Hér eru tvær myndir, annars vegar af toppnum og hins vegar í nestispásu. Eins og sést á myndinni af toppi Helgafells var smá vindur en annars var veður gott.