Bók mánaðarins. Fléttan eftir Laetitia Colombani

Fléttan eftir frönsku skáldkonuna Laetitia Colombani kom fyrst út í Frakklandi 2017 og hefur nú þegar verið þýdd á fjölda tungumála.  Sagan fjallar um Smítu í Indlandi sem er af stétt hinna lægst settu, Giuliu á Sikiley sem vinnur í hárkollugerð föður síns, og Söru í Kanada sem er virtur lögfræðingur.  Þær leggja allt í sölurnar til að skapa betra líf fyrir sig og ástvini sína, þegar erfiðleikar steðja að.  Sagan er valdeflandi og skilur við lesendur sína ánægða og bjartsýna á framtíðina.

Bókin er til á bókasafni Kvennaskólans