Norðurlandameistarar í skylmingum

Tveir nemendur Kvennaskólans gerðu það heldur betur gott á Opna Norðurlandameistaramótinu í skylmingum sem haldið var í Svíþjóð helgina 13. – 14. október.

Franklín Ernir Kristjánsson varð Norðurlandameistari í flokki U17, í liðakeppni karla og liðakeppni U17

Einar Steinn Kristjánsson varð Norðurlandameistari í liðakeppni U17.

Vel gert! Til hamingju!

Myndin hér að neðan er af Franklín Erni.