UNESCO skólar

Í dag, á degi Sameinuðu þjóðanna, fengu fjórir skólar viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu UNESCO skólar á Íslandi. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn þeirra en hinir þrír eru Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Salaskóli og Landakotsskóli. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenninguna í Salaskóla. Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá hér: https://www.un.is/skolavefur/