Ferð til Hamborgar

Í haustfríinu dagana 17.-21. október fór hópur starfsfólks og maka þeirra í náms- og skemmtiferð til Hamborgar í Þýskalandi. Auk þess sem hópurinn þáði boð skrifstofu menntamála um kynningu á menntakerfinu voru fjórir framhaldsskólar sóttir heim. Í heimsóknunum var hópnum skipt í tvennt og skoðaði hvor hópur um sig tvo skóla. Móttökurnar voru bæði skemmtilegar og fróðlegar og höfðu því allir bæði gagn og gaman af. Skipst var á skoðunum við heimamenn, farið inn í kennslustundir og haldin var kynning á helstu viðfangsefnum skólanna. Að heimsóknum loknum hafði hópurinn tækifæri til þess að kynnast þessari skemmtilegu borg og njóta þess sem hún hafði upp á að bjóða í blíðskaparveðri.