Þriðjudagur í Jafnréttisviku Kvennó 2018

Í dag opnaði ljósmyndasýning Þóru Melsteð og ljósmyndanefndar. Þar mátti sjá kvenskælingja í líki frægra einstaklinga sem hafa verið fyrirmyndir í baráttu minnihlutahópa fyrir réttlátari heimi. Hér má sjá Gloriu Steinem og Dorothy Pitman-Hughes, Mörshu P. Johnson, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Alan Turing, Harvey Milk, Andy Warhol, Malölu Yousafzai og Marlene Dietrich.

Eftir hádegi var ætlunin að hafa viðburð um aðgengi fyrir fatlaða í Kvennaskólanum. Kaldhæðnislega var því miður ekki hægt að halda viðburðinn vegna aðgengis. Vonandi verður einhverntíman í framtiðinni hægt að bjóða upp á hjólastólaaðgengi í byggingum skólans.