Miðvikudagur í Jafnréttisviku Kvennskólans

Elín Lára Baldursdóttir og Ingveldur Gröndal litu í heimsókn til okkar í hádegishléinu og kynntu fyrir okkur verkefni sem þær eru hluti af þar sem nemendur við Háskóla Íslands áttu að velja sér eitt efni sem þau vildu vekja athygli á og koma á dagskrá í samfélaginu. Efnið sem þær kynntu var Börn, snjalltæki og klámvæðing og stýrðu þær umræðum um efnið og komu inn á hvað aðstandendur barna geta gert til þess að opna á umræðuna um klámvæðingu og heilbrigt kynlíf sem byggir á opnum samskiptum. Það verður gaman að fylgjast með hvert þetta verkefni mun þróast.