Fimmtudagur í Jafnréttisviku Kvennaskólans

Aðstandendur verkefnisins "Jafnrétti fyrir alla" komu og héldu fræðslu fyrir nemendur og starfsmenn Kvennaskólans í dag. Gísli Björnsson og Ragnar Smárason hafa verið í þessu verkefni síðastliðin tvö ár og voru með Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur sér til halds og trausts. Verkefnið þeirra snýr að aðgengi karla með þroskahömlun að jafnréttisstarfi. Þau sýndu okkur ólíkar hliðar jafnréttishugtaksins og gáfu okkur innsýn inn í hvernig er hægt að taka þátt í jafnréttisbaráttu á ólíkum forsendum og á frumlegan og skapandi máta. Troðfull kennslustofa ánægðra áhorfenda þakka fyrir sig.