Föstudagur í Jafnréttisviku Kvennaskólans

Við kvöddum Jafnréttisvikuna með stæl þar sem Vally og Mæló fræddu nemendur í hádegishléinu um kynsegin málefni. Samkvæmt heimasíðunni ö til a þá er kynsegin hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífarhugtak undir regnhlífarhugtakinu trans.

Takk fyrir komuna þeir sem mættu!