Lokaverkefni

Á lokaári sínu við Kvennaskólann eru nemendur í áfanga sem kallast Lokaverkefni. Í áfanganum fá nemendur kennslu í heimildaritgerðasmíð og þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum. Nemendur velja sér sjálfir viðfangsefni til að skrifa um og fá leiðsögn efniskennara auk íslenskukennara sem kennir áfangann. Nemendur í áfanganum þessa haustönn skiluðu ritgerðinni glaðir í bragði síðastliðinn mánudag. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og að þessu sinni skrifuðu nemendur m.a. um erfðabreytt matvæli, tölvufíkn, hinsegin fólk í bandarísku sjónvarpsefni, Rauðsokkahreyfinguna, friðhelgi einkalífs barna á netinu, sólarorku, plast í lífríki sjávar, líknardráp, áhrif sjálfsvígs á aðstandendur, samfélagsmiðla og sjálfsmynd, kvennaknattspyrnu á Íslandi og aukaefni í matvælum.