Eplavika

Nú stendur yfir svokölluð eplavika í Kvennaskólanum. Meðal þess sem er á dagskrá í eplavikunni er uppistand í hádeginu á miðvikudag (með meistara Jakob). Á sjálfan Epladaginn, fimmtudaginn 15. nóvember, verður „moshpitfest“ í hádeginu í Uppsölum, Keðjan dreifir eplum til allra nemenda og eftir að kennslu lýkur kl. 14:20 verður eplamyndin sýnd í Uppsölum og rauðasti Kvenskælingurinn kosinn. Um kvöldið verður sjálft Eplaballið haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Hér eru góðar upplýsingar um sögu epladagsins.