Jólatónleikar kórsins 30. nóvember

Árlegir tónleikar Kórs Kvennaskólans fara fram föstudaginn 30. nóvember kl 20 í íþróttasal skólans.  Jólaandinn mun svífa yfir og gestir geta gætt sér á veitingum á meðan á tónleikunum stendur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en fyrir litlar 1000 krónur býðst gestum kaffi/kakó og allskyns gúmmelaði til styrktar kórnum.

Meðlimir nemendafélags Kvennaskólans, Keðjunar, fá 500.kr afslátt af veitingum.