Heimsókn í Hæstarétt

Nemendur í 3.FD heimsóttu Hæstarétt Íslands þann 16. nóvember s.l. Þar fengu þau að kynnast sögu réttarins og fræðslu um dómstigin þrjú.  Nemendur fengu að skoða dómsalina, fundarherbergi dómara og skrifstofu forseta Hæstaréttar. María Káradóttir lögfræðingur  tók á móti hópnum en María útskrifaðist frá Kvennó árið 2001 og starfar núna sem aðstoðarmaður dómara við réttinn. Hjá Hæstarétti starfar einnig Gunnlaugur Geirsson lögfræðingur sem aðstoðarmaður dómara en hann útskrifaðist frá Kvennó 2005.