Hugguleg kórstemmning í íþróttasalnum

Árlegir  jólatónleikar Kórs Kvennaskólans voru haldnir síðastliðið föstudagskvöld. Þrátt fyrir miklar annir og marga viðburði þetta kvöld var mæting mjög góð. Þó að kórinn sé ekki stór hljómar hann alltaf ákaflega vel hjá Lilju Dögg Gunnarsdóttur stjórnanda og krakkarnir stóðu sig með prýði. Eftir sönginn var boðið upp á kaffi og kökur.