Mikill áhugi á sögu

Nú er prófatíðin hafin og haustönn lýkur áður en við vitum af. Námsmat í Kvennó er mjög fjölbreytt og því hefur hinum svokölluðu lokaprófum fækkað á undanförnum árum. Engu að síður er prófatíðin haldin áfram en vægi prófanna er orðið minna í hlutfalli við aukið símat. Um 200 áhugasamir nemendur komu í aukatíma til Söru Daggar Einarsdóttur sögukennara í lok síðasta kennsludags.