Útskrift stúdenta 20. desember

Brautskráðir voru níu stúdentar frá skólanum þann 20. desember.  Athöfnin fór fram í sal skólans í Uppsölum Þingholtsstræti sem er eitt að húsunum sem skólinn hefur til umráða.  Kór Kvennaskólans söng og Íris Vilhjálmsdóttir nýstúdent flutti ávarp. Þær Arna Lea Magnúsdóttir og Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir nýstúdent voru með söngatriði.

Íris Vilhjálmsdóttir  sem var formaður margmiðlunarráðs 2017-2018 og Tómas Valgeir Kristjánsson sem var formaður málfundafélagsins Loka í fyrra, fengu sérstaka viðukenningu fyrir störf í þágu nemendafélagsins Keðjunnar.  Anita Mjöll Ásgeirsdóttir og Freyja Kristín Guðmundsdóttir fengu viðukenningu fyrir mikla og góða hjálp við kynningar á Kvennaskólanum veturinn 2017-2018.  Freyja fékk einnig verðlaun skólans fyrir besta árangur á síðustu önninni til stúdentsprófs í desember 2018 en meðaleinkunn hennar var 9,0.

Hér má sjá myndir frá athöfninni