Sálfræðingur í Kvennó

Eftir nokkurn undirbúningstíma hefur nú verið ráðinn sálfræðingur í hlutastarf við Kvennaskólann. Hann heitir Sveinn Gunnar Hálfdánarson og starfar hann einnig hjá Heilsugæslu Suðurnesja. Um sinn verður hann á stofu sinni í skólanum á hverjum þriðjudegi. Stofan er á 2.hæð í M þar sem námsráðgjafarnir eru.

Unnt verður að panta tíma hjá Sveini í gegnum Innu eða að  mæta í opinn tíma í  hádeginu.

Sveinn kveðst vera spenntur fyrir starfi sínu hér í Kvennó og segist hlakka til að kynnast nemendum og starfsfólki skólans.