Rymja

Söngkeppnin Rymja var haldin með glæsibrag föstudaginn 25. janúar í Austurbæ. Þar voru 10 keppnisatriði á dagskrá með 13 keppendum. Auk þess voru frábær skemmtiatriði inn á milli og fyrsta flokks kynnar. Óhætt er að segja að nóg sé af hæfileikaríkum nemendum í Kvennó sem hafa hugrekki til að koma fram og sýna hvað í þeim býr. Þegar allir keppendur höfðu lokið sínum flutningi ákvað dómnefnd að Magdalena Radwanska 3H hefði hlotið 1. sætið og verður hún því fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldskólanna.