Undirbúningur Tjarnardaga

Tíminn líður, skammdegið gefur eftir og Tjarnardagarnir í Kvennó nálgast, en þeir verða haldnir dagana 19.-21. febrúar. Tjarnardaganefndin hefur í mörg horn að líta því að dagskráin verður fjölbreytt að vanda og endar með veglegri árshátíð. Margir leggja hönd á plóg, bæði nemendur og starfsmenn. Hér er Tjarnardaganefndin að leggja á ráðin í hádegishléinu í dag með þeim Elínborgu og Þórdísi Eyvöru, kennurum.