Heimsókn til Helsinki

Fjórir kennarar úr Kvennó ásamt skólameistara tóku þátt í fundi og vinnustofum í Helsinki í Finnlandi í síðustu viku. Heimsóknin var liður í Erasmus-verkefninu “Students Voices” (Raddir nemenda). Í Munkkiniemi-skólanum fengu þátttakendur að spreyta sig á splunknýjum kennslu- og hugbúnaði í glæsilegri raungreinastofu. Nemendur úr 9. bekk voru leiðbeinendur. Á myndunum má sjá fulltrúa Kvennaskólans, kennarana  Ásdísi Arnalds, Ásdísi Ingólfs, Þórdísi Eyvöru Valdimarsdóttur og Hildigunni Gunnarsdóttur, náms- og starfsráðgjafa setja sig inn í tæknina við að mæla vöðvastyrk í handleggsvöðvum.