Heimsókn í Kvennó

Í gær heimsóttu okkur 23 náms- og starfsráðgjafar úr grunnskólum höfuðborgarsvæðisins og nágrennis. Er heimsóknin liður í þeirri viðleitni Kvennaskólans að styrkja samband grunnskóla- og framhaldsskólastigsins. Við þetta tækifæri var lögð áhersla á að kynna sögu skólans, námsframboð, áherslur og ekki síst þá sérstöðu Kvennó að vera einn fárra framhaldsskóla sem bjóða upp á bekkjakerfi.