Frumkvöðlar á faraldsfæti

Nemendur í frumkvöðlafræðivali fóru í síðustu viku í tvær heimsóknir. Fyrst var farið í Fablab þar sem nemendur fengu kynningu á þeirri þjónustu sem þar er boðið uppá. Fablab er opin smiðja með tækjum og tólum til að búa til og hanna næstum hvað sem er. Meðal annars fengu nemendur að sjá þrívíddarprentun og tölvustýrða vínyl- og laserskera. Á Íslandi eru nú Fablab smiðjur á sjö stöðum, sjá nánar á https://www.fablab.is

Föstudaginn 30. janúar fór hópurinn svo í heimsókn í Sjávarklasann á Grandanum. Þar tók Þór Sigfússon á móti hópnum og sagði frá nýsköpunar- og frumkvöðlasetrinu sem þar er rekið. Sagði hann frá mörgum skemmtilegum verkefnum sem hafa verið sett á laggirnar þar og fór jafnframt yfir nokkur skemmtileg verkefni úr frumkvöðlakeppninni Ungir frumkvöðlar sem valhópurinn úr Kvennó mun taka þátt í nú í vor.  


Heimasíða Íslenska sjávarklasans
http://www.sjavarklasinn.is/