Leikhúsferð

Einu sinni á ári fara nemendur Kvennaskólans í leikhús. Að þessu sinni varð sýningin Kvenfólk í Borgarleikhúsinu fyrir valinu. Þar fer dúettinn Hundur í óskilum á kostum með húmorinn að vopni. Í sýningunni er tekin fyrir saga kvenna á Íslandi og stiklað á stóru í gegnum kvennabaráttuna. Nemendur fræddust því um kvennasögu og femínisma um leið og þeir skemmtu sér vel í leikhúsi. Ekki var annað að sjá en að allir hafi skemmt sér konunglega og kunnað vel að meta hinn hugmyndaríka flutning þeirra félaga Eiríks G. Stephensen og Hjörleifs Hjartarsonar. „Kvennasagan beint í æð og við vorum alveg að fíla þetta“ sagði einhver.