Mentor-fjör í Kvennó

Mentorverkefnið Vinátta er enn í fullum gangi hér í Kvennó. Nú hafa mentorar og börn verið að hittast reglulega síðan í október 2018. Það hefur verið einstaklega gaman að fylgja mentorpörunum eftir – sérstaklega þegar allur hópurinn kemur saman. 

Hér má sjá myndir úr sameiginlegri samverustund mentora og barna sem haldin var í Kvennó þann 5. febrúar sl.  Nokkrir mentorar tóku að sér að skipuleggja samverustundina sem hófst á leikjum í íþróttasalnum síðan var farið í kennslustofu, tekin nokkur lög í karokí og spilað.