Bókarkynning. Kláði eftir Fríðu Ísberg

Kláði er smásagnasafn eftir ungan höfund Fríðu Ísberg sem kom út skömmu fyrir síðustu jól.  Þar segir frá ýmsum persónum í nútímanum sem klæjar undan væntingum samfélagsins. 

Hér kemur smábrot úr sögunni Prófíll.
"Hún settist í sætið sitt og opnaði símann undir borðinu.  Sá að sex höfðu þegar lækað við myndina á tveimur mínútum.  Það var gott.  Það var allaf hægt að reikna strax út frá fyrsta korterinu hvort prófíll væri vel heppnaður eða ekki.  Ef lækin voru fleiri en mínúturnar; það var mælikvarðinn."

Bókin er til útláns á bókasafni Kvennó.