Kór Kvennaskólans og Mountain View kórinn frá Kaliforníu

Þann 18. febrúar tók kór skólans á móti ungmennakór frá Kaliforníu. Kórarnir eyddu saman deginum sem lauk með dásamlegum tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Það er nokkuð víst að söngur er alþjóðlegt tungumál enda smullu kórarnir afar vel saman og tóku saman tvö lög á tónleikunum við góðar undirtektir tónleikagesta. Við þökkum öllum þeim sem mættu á tónleikana fyrir komuna. Kórinn kemur næst fram í Skálholti þann 1. mars ásamt MH kórnum og kór Menntaskólans að Laugarvatni.